Færsluflokkur: Bloggar
13.7.2012 | 15:34
Barátta við mannanafnanefnd!!!
Ég heiti Elísabet Jean Skúladóttir og ég stofnaði þetta blogg í raun eingöngu til þess að geta bloggað um þessa frétt.
Ástæða þess að ég ætla mér að blogga um fréttina er sú að ég er ein af þeim átta kvenmönnum sem heita nafninu Jean sem mannanafnanefnd var að hafna.
Amma mín er frá Englandi en hefur búið á Íslandi frá árinu 1946 og hún heitir Jean Magnússon.
Frá því að ég var lítil stúlka hefur mig alltaf dreymt um að skíra dóttur mína Jean í höfuðið á ömmu minni og í febrúar rættist sá draumur því ég eignaðis litla dóttur og skírði hana falleg íslensku nafni Emilía og bætti að sjálfsögðu Jean sem millinafni. Ég sótti ekki um leyfir fyrir nafninu áður en hún var skírð vegna þess að mér hreinlega datt það ekki í hug þar sem ég heiti þessu nafni og amma mín líka.
Svo kom símtalið! Þjóðskrá hringdi í mig og tilkynnti mér það að ekki væri hægt að skrá hana í kerfið því það væri ekki leyfi fyrir nafninu Jean.
Okkur fannst þetta hræðilegar fréttir þar sem við vorum búin að skíra hana og amma Jean var viðstödd skírnina og hún ljómaði þegar nafnið var nefnt en núna þarf ég að segja henni að nafna hennar muni aldrei verða nafna hennar. Þetta finnst mér svo ósanngjarnt. Ég gekk með þetta barn, fæddi það og klæði en þrátt fyrir allt það þá má ég ekki ráða hvað marnið MITT á að heita.
Ef skoðuð eru nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt þá má sjá að mörg hver þeirra eru hrikaleg, ég ætla ekki að taka dæmi því ég vil ekki særa aðra en ef mannanafnanefnd er sett það vald í hendi að ákveða nöfn annara manna barna þá ættu þeir að skammast sín fyrir mörg þeirra nafna sem þau samþykkja því þar er ekki verið að hugsa um velferð barnsins. Barnið þarf að bera nafn sitt alla ævi og við vitum öll hversu mörg börn verða fyrir aðkasti í lífinu af völdum annarra vegna ýmissa atriða og fáránlegt nafn er að sjálfsögðu eitt af þeim atriðum.
Ég má ekki skíra dóttur mína Emilíu Jean vegna þess að þjóðarstolt okkar leyfir það ekki því það er ekki hægt að fallbeygja nafnið. Ég hlýt þá að fá leyfi fyrir nafninu Sundlaug þar sem það beygist á sama máta og Sigurlaug, Svanlaug, Þórlaug og Snjólaug. En væri það sanngjarnt barnsins míns vegna?
Ég tek undir með henni Ásthildi Cesil að það eigi að leggja þessa nefnd niður. Ég vil ekki að geðþáttaákvörðun nokkra einstaklinga stjórni því hvað ég nefni barnið MITT.
Með von um stuðning
Elísabet Jean og Daði Steinn.
Mega heita Dante og Rorí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Elísabet Jean Skúladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar